Það kom ekkert sæði við fullnægingu

673

Hæ ég var einu sinni að runka mér og það kom ekki sæði við fullnægingu þetta hefur bara gerst einu sinni veit einhver afhverju þetta gerðist

Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því .  Það getur komið fyrir og er alveg eðlilegt.  Líklegt er að eitthvað hafi komið frá þér en ekki endilega komið alla leið út úr rásinni.  Þá skolast það bara burt næst þegar þú pissar.  Annars er það sérstakur vöðvi sem stoppar þetta, sá sami og þú notar ef þú stoppar pissubununa.  Líklega hefur hann komið við sögu, kannski hefur þú kreppt hann óviljandi.  Allavega engar áhyggju af þessu.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar