Sko ég er mjög forvitn manneskja og spyr alltaf afhverju við öllu, eg vil alltaf vita hvernig hlutirnir virka, hahaha. Og spurningin mín er í raun þannig.
Málið er að ég er orðin hrifin af strák, við erum búin að vera kunningjar í nokkur ár, en í síðasta mánuði byrjaði að æfa með honum íþróttina okkar og búmm ég féll gjörsamlega fyrir honum, leið og við byrjuðum að kynnast fyrir alvöru þá varð ég gagntekin, hann veit ekki af þessu og hann fær ekki að vita af þessu strax. Ég veit þetta er fullkomlega eðlilegt og ótrúlega unaðslegar, fallegar og náttúrulegar tilfinningar o.s.frv.
En þar sem ég svo mikil afhverju manneskja þá er ég með nokkrar spurningar.
1. Afhverju líður manni svona vel þegar maður er hrifin af einhverjum/hvað gerðist líkamlega og andlega innra með manni?
2. Afhverju verður maður allt í einu upp úr þurru svona hrifinn af einhverjum/hvað gerðist innra með manni?
3. Afhverju vil líkami minn og hugur minn allt í einu eitthvað miklu meira en vináttu með honum, þegar hann vildi bara áður vináttu?
4. Afhverju verður maður yfir höfuð hrifin af einhverjum?
5. Ég ætlaði aldrei að verða hrifin af neinum á ævinni, en líkami minn vildi annað afhverju er það?
Hahaha ég veit þetta eru fáránlegar spurningar en ég er bara ÓGEÐSLEGA forvitin.
Kv. Fröken forvitin.is
Hæ fröken forvitin.
Forvitni er holl og góð þegar maður er forvitinn um sjálfan sig. Það er nefninlega frábært að vera það til að kynnast sjálfum sér, hafa stjórn á tilfinningum og vita hvað maður vill.
Þegar maður verður skotinn, sem sagt vill meira en vináttu þá er oftast fyrsta stigið að girnast eða laðast að annari manneskju. Að langa til að snerta, kyssa og kela og bara vera nálægt manneskjunni. Það eru kynhormónin sem stjórna þessu. Testosterón og Östrogen. Rannsóknir sýna að líkamstjáning og raddblær hafa mikið um það að segja hvort manneskjur laðist að hvor annari. Í ykkar tilfelli hefur þetta bara hitt svona vel á. Eitthvað breyttist, kannski var það líkamstjáningin, kynhormónin og þið smulluð saman. Í famhaldi af því heldur aðdráttaraflið áfram og þar stjórna aðallega hormónin líka. Adreanalínið er spennuhormónið, sem veldur því að hjartað fer á fullt og þú jafnvel svitnar og roðnar þegar þú rekst á þann sem þú ert hrifin af. Dópamín er vellíðunarhormónið sem veldur því að þú færð hamingju tilfinningu í hvert sinn sem þið eruð saman. Serotónin veldur því að ykkur líður vel saman og jafnvel veldur því að þið hugsið öðruvísi, sjáið meira kosti hvors annars en galla og finnist þið í besta ástarsambandi í heimi. Það veldur því sem sagt að þið viljið vera áfram saman. Auðvita spilar meiri efnafræði þarna inn og fleiri hormón en rannsóknir sýna að þessi áðurnefndu spila stærsta hlutverkið amk. í upphafi.
Afhverju maður verður hrifinn af einum gæja en ekki hinum er flókið samspil. Útilit, líkamstjáning, rödd og skapgerð ásamt því hvernig þið hittið á hvort annað, hvernig þið eruð stemmd. Í einni sálfræði rannsókn þar sem sett voru saman pör, ókunnugt fólk, og það átti að tala saman af einlægni og segja frá einkamálum sínum í um hálftíma, stara svo í augu hvors annars í nokkrar mínútur án þess að tala. Mjög margir fundu fyrir miklum kærleika gagnvart þessari manneskju sem þau höfðu átt samskipti við og var ókunnug fyrir tæpum klukkutíma…sem sagt efnafræði, samskiptin kveikja á hormónum..
Ást milli tveggja einstaklinga (og þá er ég að tala um rómantíska ást, ekki vina- eða fjöslkylduást) er mikið til byggð á efnafræði, hvernig týpur þið eruð og hvaða týpu þið laðist að. Og það fer eftir þvi hvernig hormónastarfsemin er. Þannig að ef þú ert ákveðin týpa, t.d. skipulögð stjórnanda týpa þá eru miklar líkur á að þú laðist að ákveðinni týpu fólks..ekki endilega eins og þú ert …en sem hefur ákveðna eiginleika sem að sú týpa sem þú ert dáist að og laðast að…Þetta er svona almennt séð, svo eru alltaf undantekningar og fólk breytist.
Já erfitt að útskýra ástina en þetta byggist að nokkru á efnafræði og á mikið skilt við áráttuhegðun eða fíkn…hljómar kannski ekki vel en ég held..eða vona.. að þú vitir hvað ég meina.
Vildi ég ætti skemmtilegra og hnitmiðaðra svar en svona er þetta amk. svona vísindalega séð. Ég held að það ætti ekkert að spá of mikið í afhverju ástin gerist og sleppa því að greina hana niður í öreindir og efnafræði. Miklu meira gaman að bara njóta ástarinnar og hafa gaman…saman.
Bestu kveðjur og gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?