Hæhæ
Ég er á Microgyn pillunni og er búin að vera á henni síðan í desember. Kvennsjukdomalæknirinn minn sagði mér að því að ég fæ oftast milliblæðingar ef ég tek fleira en eitt pilluspjald í einu að ég ætti að taka alltaf pillupásu og fara á túr reglulega. Ég er búin að halda mér reglulegri núna í nokkra mánuði og ákvað að það sakaði ekki að prófa hvort ég gæti sleppt við túr í þessum mánuði, en milliblæðingarnar koma samt. Ég var að spá hvort ég þurfi nuna að halda áfram og klára þetta pilluspjald þrátt fyrir milliblæðingarnar, eða hvort það sé í lagi að stoppa núna á þessu pilluspjaldi og taka hlé í viku til þess að fara á blæðingar?
Kv Stelpa sem ætlar alltaf að hlusta á kvennsa hér eftir
Hæhæ og takk fyrir spurninguna.
Það er aldrei alveg hægt að treysta á það að fresta blæðingunum með því að taka nokkur spjöld í röð. Þú skalt bara klára þetta pilluspjald og taka svo hlé eins og leiðbeiningar segja. Það er mikilvægt að taka pilluna alltaf samkvæmt leiðbeiningum annars minnkar öryggið og það geta komið milliblæðingar.
Gangi þér vel og það er alltaf best að fara eftir ráðum fagfólks!
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?