Þarf ég að taka þátt í fjáröflun með bekknum mínum fyrir skólaferðarlag sem ég ætla ekki í? Og get ég sannað ég ég þurfi þess ekki ef svo er? Og hvað ef aðstoðarskólastjórinn í skólanum segir að ég eigi að gera það þó að ég ætli ekki?
Sæl og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,
Fjáraflanir fyrir ferðir geta oft endað á því að vera gott hópefli fyrir skólafélaga og tækifæri að kynnast samnemendum betur. Ef fjáröflunin er utan skólatíma getur skólinn ekki þvingað þig að taka þátt, sérstaklega ef þú ert sjálf ekki að fara í ferðina. Ef þér líður óþægilega með þetta mæli ég með að leita til kennara, forráðamanns eða námsráðgjafa sem geta hlúið að þér. Ef fjáröflunin fer fram á skólatíma getur þú beðið um önnur verkefni í staðin tengt náminu þínu:)
Kær kveðja,
Ráðgjafi Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?