Er 30 með sykursýki týpu 1. Þegar ég er buinn að stunda kynlíf þá fæ ég smá sár á forhúðina það opnast lítil sár sem mann sviður í. Ég hef borið daktakort á þetta og það grær en kemur alltaf aftur.
Er eitthvað annað krem sem er gott? Og er þetta hættulegt fyrir kærustuna mína því henni er farið að klæja núna í vinkonuna. Samt erum við bæði nýbúinn í test á kynsjúkdómum
Hæ
Það er séns að þetta sé sveppasýking hjá ykkur. Þá er mjög mikilvægt að þið fáið bæði meðferð á sama tíma og notið krem þar til einkennin hverfa og svo í 2-3 daga eftir það að auki. Það gæti verið orsökin þó svo að kærastan sé nú fyrst að finna eineknni. Þið gætuð verið að smita hvort annað til skiptis. Daktacort vinnur á sveppasýkingu þannig að þú getur notað það áfram. Hún gæti keypt Pevaryl eða Canesten í apótekinu, það eru til krem og stílar sem fara í leggöngin. Endilega passið ykkur á að klára meðferðina og taka þessa daga í lokin líka svo þið losnið vel við sýkinguna. Sveppasýking er ekki kynsjúkdómur og er fremur algeng.
Vona þetta virki hjá ykkur, endilega hafið annars samband við lækni.
Bestu kveðjur.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?