Þegar ég er buinn að stunda kynlíf þá fæ ég smá sár á forhúðina

155

Er 30 með sykursýki týpu 1. Þegar ég er buinn að stunda kynlíf þá fæ ég smá sár á forhúðina það opnast lítil sár sem mann sviður í. Ég hef borið daktakort á þetta og það grær en kemur alltaf aftur.

Er eitthvað annað krem sem er gott?  Og er þetta hættulegt fyrir kærustuna mína því henni er farið að klæja núna í vinkonuna. Samt erum við bæði nýbúinn í test á kynsjúkdómum

Það er séns að þetta sé sveppasýking hjá ykkur.  Þá er mjög mikilvægt að þið fáið bæði meðferð á sama tíma og notið krem þar til einkennin hverfa og svo í 2-3 daga eftir það að auki.  Það gæti verið orsökin þó svo að kærastan sé nú fyrst að finna eineknni.  Þið gætuð verið að smita hvort annað til skiptis.  Daktacort vinnur á sveppasýkingu þannig að þú getur notað það áfram.  Hún gæti keypt Pevaryl eða Canesten í apótekinu, það eru til krem og stílar sem fara í leggöngin.  Endilega passið ykkur á að klára meðferðina og taka þessa daga í lokin líka svo þið losnið vel við sýkinguna.  Sveppasýking er ekki kynsjúkdómur og er fremur algeng.

Vona þetta virki hjá ykkur, endilega hafið annars samband við lækni.

Bestu kveðjur. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar