Þegar ég fæ fullnægingu kemur rautt ferskt blóð, hvað er til ráða?

1627

Hæhæ ég er 19 ára og er búin að vera á pilluni alveg i ca 3 ár , en nuna undanfarið þegar ég fæ fullnægingu kemur rautt ferskt blóð. En er búin að fara til kvennsa og hann tók strok og það var eðlilegt. Þetta er frekar pirrandi og vandræðalegt í kynlífi. Hvað get ég gert í þessu ? hef áhyggjur af þessu

Nú væri fínt að hafa aðeins meiri upplýsingar um „ástandið“.  Það er glæst að þú sért búin að fara til kvennsa og fá úr því skorið hvort að um kynsjúkdóm er að ræða…og enn betra að svo er ekki.  Þannig að lang líklegast er engin ástæða til að hafa áhyggjur. En ég skil vel að þetta sé leiðinlegt.  En það sem ég velti fyrir mér er hvort það blæði í hvert sinn sem þú færð fullnægingu? Hvort sem þú færð það með sjálfsfróun við að nudda snípinn? -eða bara þegar typpi eða annað fer í leggöngin?

Fullnæging veldur samdrætti í vöðvunum í leggöngunum og það gæti þrýst út blóði ef það er sár eða rifa í leggöngunum, einnig ef það er blóðpollur í leginu sem fer úr þegar vöðvarnir dragast saman?  Ef bæðingin væri frá sári þá ætti það samt að lagast á nokkrum dögum.  Ef þetta er frá leginu þá gæti þetta jafnað sig við næstu blæðingar.  Neglur geta valdið sárum inn í leggöngunum eða hjálpartæki.  Eins ef það er stutt síðan þú hafðir samfarir í fyrsta sinn þá gæti enn verið að blæða frá meyjarhaftinu, þegar það klárar að losna frá.  Það er erfitt að meta út frá svona litlum upplýsingum.

Svona blæðing getur verið einkenni kynsjúkdóms eða sýkingar, en það ætti að vera búið að útiloka það eftir læknisskoðun.  Einnig er þetta ekki óalgengt einkenni við óléttu.  Þannig að ef það er einhver séns á því þá ættir þú að taka þungunarpróf.

Ef þungunarpróf er neikvætt, kynsjúkókmatest neikvætt og þetta hefur staðið yfir í einhverjar vikur þá myndi ég ráðleggja þér að heyra aftur í lækninum. Kannski er nóg að fá símatíma og fá ráðleggingu eða tíma fyrir frekari skoðun eða rannsóknir.  En ef þetta hefur staðið stutt, nokkra daga og þú ekki haft blæðingar síðan þetta byrjaði þá myndir ég sjá aðeins til hvort þetta lagast ekki af sjálfu sér. 

Gangi þér vel og velkomið að skrifa aftur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar