hæ, alveg frá þvi eg hef verið um 11 ára þá oft þegar ég skeini mér kemur alltaf blóð í pappirinn þegar ég er að verða búin að skeina mér. Hef oft verið hrædd um þetta en einfaldlega of hrædd til að leita mér hjálpar eða tala við einhvern. Núna í dag td var alveg frekar mikið blóð á pappírnum , slatti bara veit ekki hvað eg á Að gera. Er þetta bara sár sem eg þarf ekki að hafa ahyggjur af eða ætti eg að vera hrædd?
Hæ
Þetta gæti vel verið blæðing frá sári í endaþarminum, sérstaklega ef þú ert með harðar hægðir. Þetta hefur þó staðið í mjög langan tíma og ef blæðingin er frá sári þá er það búið að vera grunsamlega lengi að gróa. Það er tímabært hjá þér að ræða við lækni. Þetta er alls ekkert til að skammast sín fyrir og best að vita hvaðan þessi blæing er. Þú skalt endilega ræða þetta við foreldra þína og fá aðstoð við að panta tíma hjá lækni eða þá panta þér sjálf tíma hjá lækni á heilsugæslustöðinni í þínu hverfi. Betra að fá greiningu en að hafa áhyggjur af þessu áfram.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?