Komið sæl.
Ég er nemi í MR og hef við vandamál að glíma varðandi forhúð. Ég hef vitað að ég væri með þrönga forhúð síðan ég var 13-14 ára en hef aldrei þorað að segja neinum frá því og ég er meðvitaður um það að það sé slæmt. En eins og er þá er mikið nám hjá mér og kemst eiginlega ekki að því að panta tíma strax vegna prófa, heimavinnu o.s.frv. Ég hef þannig séð ekki mikin tíma á bakvið hendi þess vegna er ég að spá hvenær væri best að panta tíma og hvar væri best að fara?
Fyrirfram þakkir
Hæ hæ
Þetta er nokkuð algengt vandamál og mikið spurt um svona þrönga forhúð hér á Tótal. Þetta er oftast auðvelt að laga og ekkert til að vera hræddur við. Það borgar sig hjá þér að fara til læknis sem fyrst því þetta gæti truflað þig og einnig er erfitt að þrífa undir forhúðinni ef hún er svona þröng, og það getur valdið hættu á sýkingu og veseni.
Það er misjafnt hvað þarf að gera, stundum er nóg að nota krem og víkka forhúðina en stundum þarf smá aðgerð til. Þú færð upplýsingar um það hjá lækninum. Það er því enginn tími betri en annar en endilega fáðu tíma hjá lækni sem allra fyrst, þetta tekur enga stund.
Gangi þér vel og bestu Tótal kveðjur
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?