Þurrkublettir á forhúðinni

464

Hæhæ

Ég er með ágætis þurrkublett á forhúðinni, hann í rauninni kemur og fer.
Einnig er ég með alveg fremst á forhúðinni þessa litlu hvítu doppur sem að læknir hjá húð- og kyn sagði að væru bara stíflaðir fitukirtlar, en samt sem áður hafa þeir ekkert horfið. Hann setti deyfikrem á þá og plokkaði burt með plokkara, en þeir komu aftur eftir sirka 2 mánuði.
Einhver hugmynd hvað þetta gæti verið?

Það er erfitt að segja til um hvað þetta gæti verið.  Ef það er séns á að þetta sé kynsjúkdómur þá borgar sig að láta kíkja á þetta á göngudeild húð- og kynsjúkdóma, hjá húðsjúkdómalækni eða lækni á heilsugæslunni í þínu hverfi.  Ef þú ert viss um að þetta sé ekki kynsjúkdómur þá ráðlegg ég þér að prófa að kaupa krem í apótekinu sem heitir Daktacort.  Það er í raun lyf við sveppasýkingu en inniheldur líka væga stera sem eru græðandi og gætu lagað þennan þurrk hjá þér. (einnig mögulegt að þetta sé sveppasýking og þá ættir þú að losna við hana). Þú getur prófað kremið í nokkra daga og ef ekkert gengur þá er best að fá ráðleggingar læknis.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar