Afhverju notar fólk teygjusokka? Hvað er það sem teygjusokkar gera til að hjálpa til? Við hverskonar áverka er viðeigandi að nota teygjusokk? Er hægt að nota teygjusokk rangt?
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Teygjusokkar eru til dæmis notaðir til að meðhöndla sjúkdómsástand í útlimum og fyrirbyggja álagsmeiðsl.
Teygjusokkar eiga víst að geta komið í veg fyrir blóðtappa í fótleggjum og ýmsa aðra æðasjúkdóma, samkvæmt rannsóknum æðaskurðlækna. Er þá þrýstingur áhrifaríkt vopn í baráttunni við æðakvilla. ,,Þrýstingur á húð og vefi eykur aftur blóðflæði í útvíkkuðum æðum. Þar geta stuðningssokkar og -sokkabuxur komið að mjög góðum notum,“
Þú getur notað teygjusokk rangt ef læknir hefur í huga ákveðna meðferð sem þú framfylgir ekki, annars er ekki minnst á notkun teygjusokka í lögum.
Mbkv,
Áttavitinn
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?