Ég tók tvö ólétt próf í dag og fékk þau bæði jákvæð en er samt frekar óörugg þar sem óléttueinkennin hafa verið lítil og ég hef misst áður. Væri ekki best að fara sem fyrst í blóðprufu eða ætti ég að bíða aðeins með það ?
Hæ
Ef þú hefur fengið tvö jákvæð próf þá er það nokkuð ljóst að þú ert ólétt. Þú getur pantað þér tíma hjá kvensjúkdómalækni til að fá staðfesta þungun. Það er hægt að gera það með leggangna sónar og þá er líka hægt að meta meðgöngulengd. Þú skalt bara panta þér tíma og fá ráðleggingar sem fyrst, sérstaklega þar sem þú hefur misst fóstur áður.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?