uppköst

79

ég fæ þetta öðru hvoru og eru það uppköst og miklir verkir í kviðmaga, uppköstin eru þannig að ég kugast en það kemur ekkert upp úr maga og líkaminn verður máttlítill þetta getur staðið í 10 klukkutíma svo er ég góður í einn dag og þá kemur þetta aftur eða ´góður í nokkra daga eða mánuði þá kemur þetta aftur.Ég hef enga skíringu af kverju.Eftir svona dag hef ég verki í rifum og maga ef ég hósta.

Góðan daginn og takk fyrir að hafa samband við okkur.

Það er (mjög) mikilvægt að láta athuga með alla kviðverki. Orsakir þeirra gætu verið margir og birtingamyndirnar ólíkar eftir einstaklingum. Það er erfitt fyrir okkur að greina hvað það gæti verið sem orsakar þetta út frá þessum upplýsingum.

Mikilvægt er að reyna að komast til heimilislæknis, annað hvort með því að bóka tíma fram í tímann eða með því að mæta á læknavaktina (sjá meira hér)

Einnig getur þú leitað á bráðamótökuna næst þegar þessi magaverkur gengur yfir.

Almennt getur verið gott að halda utan um smá matardagbók sem gæti hjálpað þér að greina hvort það sé eitthvað í fæðunni sem gæti orsakað þetta. En miðað við lýsingar þínar þá virðist vandamálið vera annars eðlis.

Með kærri kveðju,

Ráðgjöf Áttavitans.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar