Útferð og vond lykt af kynfærum og bólur eftir rakstur, hvað get ég gert?

1323

Hæ, ég er 14 ára stelpa og ég er að vona að þú getur hjálpað mér eitthvað. Ég er alltaf þa meina ég alltaf blaut þarna niðri þá er ég að tala um blautan hvítan blett í nærbuxunum minum. Það er óþolandi þvi ég þarf þá að vera að skipta um nærbuxur á hverjum einasta degi. Það fylgir vond lykt og þá smitast smá lykt i buxurnar minar. Ég fer i sturtu mjög reglulega og þríf mig með svona sápu sem er fyrir svæðið þarna niðri. Eg er líka með mjög margar graftabólur milli rasskinnanar og kringum svæðið mitt og sem er ógeðslegt, eg fæ af og til mjög stórar alveg fjólubláar bolur og eg reyni að kreista þa kemur bara mjög mjög mikið blóð?? Einnig fylgir með þessu kýli. Eg notað alltaf bara svona venjulegar nærbuxur svo las eg grein að ef eg er með bólur þarna niðri þá er gott að vera i G streng þvi þa nuddast ekki nærbuxurnar við mig og þá myndast ekki bólur. Líka þegar ég raka mig þarna niðri og eftir svona 2-3 daga kemur grafta  bólur a svæðið sem eg rakaði mig a ?? Plis HELP me:(((

Það er eðlilegt að það komi útferð úr leggöngunum, útferðin ætti að vera ljós, hvít eða glær og það ætti ekki að vera mikil lykt.  Það hjálpar að þvo sér reglulega og þú gætir líka vanið þig á að nota svona innlegg..lítil bindi..í nærbuxurnar.  Þá finnur þú ekki eins mikið fyrir bleytu eða lykt. Það er eðlilegt að skipta um nærföt daglega, það ættu allir að gera það.  Þetta gæti svo breyst næstu mánuði þar sem hormónaframleiðslan hefur áhrif á þessa framleiðslu á útferð og þín hormón eru ekki í jafnvægi núna á kynþroskaaldrinum.

Bólurnar eru leiðinlegar og líklega eru þetta inngróin hár út af rakstrinum.  Það gera orðið stórar og rauðar/fjólublár bólur, sérstakelga ef verið er að kreista.  Þá getur sýkingin bara farið enn dýpra í húðina og gert illt verra.

Þú skalt passa vel upp á hreinlætið þegar þú ert að raka þig.  Vertu með nýtt eða amk.hreint blað í rakvélinni.  Rakaðu þig í sturtu þegar húðin er heit og blaut.  Notaðu rétta tegund af raksápu og svo gæti verið gott að nota þess á milli svona kornasápu eða skrúbb til að hreinsa húðina og koma í veg fyrir að ný hár vaxi inn í húðina.
Það eru til bakteríu eyðandi krem sem gætu hjálpað og sérstök krem sem mælt er með að nota eftir rakstur.  Gætir prófað það.

Húðin við kynfærin er viðkvæm og því þarf að vanda sig mjög við umhirðu húðarinnar.  Ef það eru að koma kýli á húðina, bólga og húðin verður heit og rauð þá þarftu að fara til læknis og fá sýklalyf, töflur eða krem.

Gangi þér vel, endilega skrifaðu aftur ef þú vilt spyrja nánar.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar