Halló, var að spyrja um að ég er að vinna helgarvinnu frá 10 – 19 og er það þá þannig að ég fæ borgað þá frá 10 – 18 eftirvinnulaup og svo 1 klukkutíma í yfirvinnukaup eða er það þannig að ég fæ bara allan daginn borgað eftirvinnukaup eins og ef ég er að vinna í Bónus?
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Í vaktavinnu eins og þú ert í þá eru vaktir gefnar út fram í tíma og þannig ræðst vinnufyrirkomulagið.
Eftir kl. 17 á daginn (hvort sem um er að ræða helgi eða virkan dag) þá færð þú greiddar 33% álagsgreiðslur ofan á hefðbundið dagvinnukaup og eftir 8 klst. vinnudag færð þú borgaða yfirvinnu.
Þannig að í þessu tilfelli þá ættir þú samkvæmt kjarasamningum að vera á hefðbundnu dagvinnukaupi frá 10-17. Með 33% álag frá 17-18 og á yfirvinnukaupi frá 18-19.
Athugaðu þó að kaffi og matarpásur geta haft áhrif á heildarvinnutíma, hvort matarpásur séu greiddar eða ekki. Best er að spyrja vinnuveitenda nánar út í það.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?