Hææ
Er einhver staður hérna í Reykjavík þar sem framhaldsskólanemar geta farið og lært, seinna parta og á kvöldin? Er þjóðarbókhlaðan bara fyrir háskólanema eða get ég farið þangað?
Kær kveðja, einni sem vantar stað til að læra á
Hæhæ,
Á vissum tímum hafa einhver ákveðin svæði verið einungis fyrir nema Háskóla Íslands og er það í kringum próftíma, en alls ekkert allt safnið. Það er vel þekkt að framhaldsskólanemar fari á Þjóðarbókhlöðuna að læra og það er ekkert mál. Svo eru bókasöfn með fína aðstöðu en þar lokar oftast fyrr, eða um 18:00. En til að mynda er opið á Borgarbókasafnið til klukkan 21:00 á miðvikudögum. Ef það skiptir þig ekki máli að hafa dauðaþögn í kringum þig þá er alltaf hægt að setjast inn á kaffihús eða ungmennahús eins og Hitt Húsið í miðbænum sem er opið til 20:00 á þriðjudögum og 22:00 á fimmtudögum.
Vona að þetta gefi þér einhverja smá hugmynd um hvar má leita..
Gangi þér vel að læra,
Tótal
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?