Veit ekki hvað ég á að gera

  67

  Halló.
  Ég er á 17 ára aldri og ég er með kvíða og þunglyndi og ég er í menntaskóla sem mér líður ekki vel í en langar að breyta til en ég er hræddur um að breyta því vegna þess að ég veit ekki hvort hinir menntaskólarnir taka við áföngunum sem ég er búa með svo að ég þurfi ekki að lenda með krökkum yngri en ég

  Hæ hæ og takk fyrir spurninguna,

   

  Þú getur haft samband við námsráðgjafa í þínum skóla. Hann ætti að geta hjálpað þér með að kanna það hvað yrði metið í þann framhaldsskóla sem þú hefur áhuga á að fara í. Við viljum líka benda þér á að Geðhjálp. Þau bjóða upp á fría ráðgjöf sem gæti hjálpað kvíðanum og þunglyndinu þínu hér er hlekkur: https://gedhjalp.is/fri-radgjof/

   

  Með bestu kveðju

  Ráðgjöf Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar