Veit ekki hvað ég á að segja honum

468

Það er einn strákur sem ég þekki og við tölum mikið saman á netinu og ég hélt að við værum bara góðir vinur en núna var hann að segja mér að hann er hrifinn af mér og segist aldrei hafa verið jafn hrifinn af neinum. Ég vil ekki að við hættum að vera vinir en ég er samt ekki hrifin af honum eins og hann er af mér og ég veit ekki hvað ég á að segja honum. Ég er semsagt ekki búin að segja neitt við hann nema ó okei. Hvað á ég að gera??

Það besta sem þú getur gert sem góð vinkona er að vera hreinskilin.  Segja nákvæmlega þetta við hann sem þú taldi upp í spurningunni þinni.  S.s. að þú viljir alls ekki skemma vináttuna og þér þyki leitt að þú sért ekki hrifin af honum eins og hann af þér.  Það er lítið annað hægt að gera í stöðunni.  Þú getur ekki tekið ábrygð á því hvernig hann tekur fréttunum.  Það er leitt að særa aðra en það er alltaf betra að vera hreinskilin heldur en að blekkja og særa svo kannski bara ennþá meira.

Gangi þér ofsa vel og vona þið verðið áfram vinir.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar