Veit ekki hvort það sé komin sýking

1065

Hæhæ aftur ég var að senda inn spurningu ekki fyrir svo löngu um bóluna rétt hjá snípnum eða svona 2-3 cm frá honum og var að lesa mig til þetta er því mjög líklega inngróin hár. en ég er búin að kroppa óvart 2x í þetta samt á löngu millibili en er einhver áhætta á sýkingu þá? get ég ekki bara fylgst með þessu og athugað hvort þetta fari ekki bara og verði þá að öri … ég finn alveg samt í húðinni að hún sé ekki alveg slétt heldur svona smá bólga eða ekki beint bólga heldur eins og það sé í raun bara húðbóla þar sem þetta var eða þar sem núna er pínulítill punktur (sár semsagt).  Þarf ég að leita nokkuð til læknis eða geta ég bara fylgst með þessu?? því það er ekkert annað að …. og hvernig veit ég hvort það sé komin sýking, hvað einkennist af sýkingu, því ég finn ekkert nema þegar ég ýti pínu með puttanum þar sem þetta er.

Einkennist sýking ekki af dofa um allt, roða og kláða eða hverning virkar þetta um inngróin hár hah

Get ég bara passað mig upp á hreinlætið þarna og athugað hvort þetta fari ekki bara og verði eins og ör eða eitthvað? ég þori nefnilega ekki að fara til læknis nema að þetta fari þá að aukast eða að ég sé með einkenni sýkingar á þessu svæði 🙂

Rétt hjá þér.  Það getur alveg verið smá bólga undir þó að sýkingin sé farin.  Þarft ekki að hafa áhyggjur af því nema að bólgan aukist og sýkingin virðist koma aftur og aftur.  Þú skalt þó spá í svarinu sem ég sendi þér hér á undan með að fara í tékk ef það er séns á að þetta geti verið annað en inngróið hár.  Samkvæmt lýsingunni er það þó líklegasta skýringin.

Bestu kveðjur


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar