Verð ég að taka pillupásur?

1120

Ein pæling er búin að vera á pilluni  í ca 2 ár án pásu.. ég man eftir að ég spurði einhvern tíman lækni hvort það væri í lagi og hann sagði það, útaf gerviblæðingum sem koma á milli, þá sé ekki nauðsyn fyrir því að taka pásu, er það rétt?

Það þarf ekki að taka neina pásu á pillunni.  Þegar þú tekur pilluna þá kemur þú í veg fyrir egglos þannig að blæðingar þurfa í raun ekki að eiga sér stað.   Við blæðingar er legið að undirbúa sig, hreinsast út  til að taka við egginu, ef það ekki kemur þá þarf enga úthreinsun.   Milliblæðingar verða þó einmitt ef ekki er tekið pilluhlé í langan tíma.  Ég myndi ráðleggja þér að taka pilluhlé og sjá til hvort þú losnir við milliblæðingarnar eftir það.  Ef ekki þá væri sniðugt að heyra í lækni og ef til vill fá aðra tegund af pillu.

Ef þú vilt sleppa við blæðingar þá getur þú líka skoðað hvort að hormónalykkja eða sprautan sé eitthvað fyrir þig.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar