Verður maður að segja foreldrum frá kæru?

    57

    Vinkona mín sem er undir 18 vill kæra strák fyrir kynferðisofbeldi. En hún vill ekki að foreldrar sínir viti af því og er hálf hætt við bara útaf því. Hvað er hægt að gera?

    Sæl og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,

    Þetta er skiljanlega mjög viðkvæmt mál og það getur verið mjög erfitt að segja foreldrum sínum frá þessu. Fyrst hún er undir 18 ára er óhjákvæmilegt að foreldrar hennar munu komast að því ef hún ákveður að kæra. Það eru úrræði til staðar sem geta aðstoðað hana og veitt henni betri ráðgjöf en við getum gert. Það krefst mikils hugrekkis að kæra hvers kyns ofbeldi og gríðarlega mikilvægt að sem flestir standa þétt við bakið á henni eftir svona atvik. Stundum getur hjálpað þegar vinir fara með þolendum að segja foreldrum frá. Það er gríðarlega mikilvægt að gerendur kynferðisofbeldis verði bornir til saka og því hvet ég hana eindregið til að kæra ef hún telur sig tilbúna til þess. Hér fyrir neðan set ég slóð þar sem eru alls kyns úrræði fyrir þolendur ofbeldis og erfiðra aðstæðna. Það er hægt að velja dálkinn kynferðisofbeldi til að fá upp öll úrræði sem gætu mögulega hjálpað vinkonu þinni. Síðan mæli ég einnig með netspjalli neyðarlínunnar ef hún vill hafa samband án þess að þurfa hringja. Hún getur líka bókað tíma hjá Stígamótum í ráðgjöf eða sent fyrirspurn þangað.

    https://www.112.is/urraedi

    https://stigamot.is/panta-tima/

    Þakka þér kærlega fyrir að hafa samband,

    Ráðgjafi Áttavitans


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar