Verkir frá eista og upp í kvið

3976

Ég hef fundið fyrir verkjum í vinstra eista og uppí kvið, aftur í bak (mjög þrálátur verkur) og niður í fót í nokkur tíma. Þetta versnar við áreinslu. Hef farið í kviðarholsspeglun og fleira sem ekkert kemur út úr og talað við ýmsa lækna. Hefur staðið yfir í 5-6 ár og engin lausn. Hvað er tilráða?

Hæ 

Flott að þú sért bún að fara til læknis en ferlegt að vera ekki búin að fá svar við hvað sé að valda þessum verkjum.

Þú mátt ekki gefast upp og verður að halda áfram að fara til lækna til að finna svar.  Ég reikna með að það sé búið að útiloka sýkingu, snúing á eista, kviðslit og æxli? Rannsóknir framkvæmdar..blóðprufa, þvagprufa, speglun og sónar?  Hvað með rannsóknir á hryggnum?   Gæti þetta verið bakmeiðsl (sem myndi ef til vill sjást við segulómun)?  Það er alveg til í dæminu að verkur leiði niður í eista eða eistu. 

Nýrnasteinar eða annað tengt nýrum eða vandamál tengt blöðruhálskirtili?  Hefur það verið skoðað?

Því miður get ég ekki ráðlagt þér annað en að gefast ekki upp og halda áfram að leita til lækna til rannsókna á þessu máli og vonast til að fá rétta meðferð.

Mátt gjarna skrifa aftur ef þú vilt spyrjast betur fyrir og gefa meiri upplýsingar um hvað sé nú þegar búið að útiloka.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar