Verkir í eista.

2953

Góðan dag. Ég er 17 ára strákur og hef núna í smá tíma verið að finna fyrir auknum verkjum í eista. Það hafa alltaf komið einhverjir svona smá verkir en ekkert til að tala um. Hægra eistað á mér er stundum alveg að fara með mig nú til dags. Þetta er algengast á kvöldin og ég er mikið að spá í þessu núna þar sem þetta gerist þrisvar sinnum eða oftar í viku. Ég hef stundað kynlíf með einni stelpu en hún hefur stundað kynlíf með fleirum en hún er mjög ábyrg og tekur pilluna og notar alltaf smokk. Ég vona bara að þetta sé ekkert alvarlegt og ég vildi helst spurja hér áður en ég færi að íhuga það að fara til læknis.

Þú þarft að láta skoða þetta hjá þér minn kæri.  Þú skalt panta þér tíma hjá lækni á heilsugæslunni, það er ólíklegt að þetta tengist nokkuð kynlífshegðun eða kynsjúkdómum.  En verkir í eista er eitthvað sem þarf alltaf að skoða, það er svo dýrmætt að hafa allt í lagi og passa upp á frjósemina.  Það er ólíklegt að þetta sé nokkuð alvarlegt en ástæða til að panta tíma sem fyrst til að meta það.  Möguleiki að þetta sé eistnalyppubólga til dæmis gætir spurt lækninn út í það.  En endilega pantaðu þér tíma á heilsugæslunni sem fyrst.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar