Sæl
Ég hef verið með nokkuð stöðuga verki í kviðveggnum síðastliðnar 2 vikur. Verkurinn er lárétt yfir kviðinn þó aðeins meira hægra megin. Verkurinn er yfir ca 10 cm breitt svæði ca 5 cm fyrir neðan nafla. Hann dvínar á milli og er mismikill. Þegar ég þreifa verkjarsvæði þá eykst verkurinn til muna.
Síðan þetta byrjaði þá hef ég svitnað óstjórnlega mikið á nóttunni.
Ég stunda mína vinnu án vandræða.
Kærleikskveðja
Valgerður
Takk fyrir að hafa samband.
Við veitum ekki formlega læknisaðstoð, en það hljómar eins og þetta sé vandamál sem þú ættir að ræða við lækni. Ef þú upplifir stöðuga verka í kviðvegg, er mikilvægt að leita læknishjálpar til að fá rétt mat á stöðunni og viðeigandi meðhöndlun.
Læknirinn getur notað klínískar athuganir, fyrirspurnir um sjúkrasögu og hugsanlegar rannsóknir til að tryggja rétt greiningarferli. Þú getur mætt á læknavaktina í Austurveri milli 17-22 og 9-22 um helgar og á frídögum.
Einnig gætir þú prófað að heyra í heilsugæslunni þinni og þau gætu metið hvort þú þurfir að komast til læknist sem fyrst eða hvort þetta geti beðið þar til þú kemst í bókaðan tíma.
Ef verkurinn eykst skyndilega, þá skalt þú heyra í neyðarlínunni eða fara upp á Bráðamóttöku. Ekki hika við það!
Við vonum að þetta hjálpi.
bkv
Ráðgjöf Áttavitans.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?