Ég var með svolítið mikla verki vinstra megin í maganum, neðarlega en svo þegar eg for að sofa fóru þeir, vildi bara vita hvað þetta gæti mögulega verið, eg er a pillunni og tek hana alltaf rétt en gæti þetta tengst því eitthvað? Kannski ólétt?
Hæ
Það er svo margt sem getur valdið óþægindum í kviðnum..sérstaklega hjá stelpum. Þetta gæti verið frá ristlinum. Gæti líka verið frá eggjastokkum, stundum geta komið óþægindi við egglos (sem að ætti reyndar ekki að vera ef þú tekur pilluna). Það er ekki líklegt að svona verkur sé einkenni óléttu. Líklegasta skýringin er verkur í ristli eða þörmum.
Gott að verkurinn er farinn og því ekki ástæða til að hafa áhyggjur.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?