Verktakalaun og skattur

15272

Góðan dag, er að velta fyrir mér með verktakalaun.
Sonur okkar er að vinna sem verktaki í liðveislu með skóla og á sumrin.
Við erum að velta fyrir okkur varðandi skatt og slíkt hvernig þetta allt virkar.
Við fáum alls konar svör hér og þar en erfitt að finna skýr svör á rsk og annars staðar sem við höfum leitað. Eitthvað höfum við heyrt talað um 180.000 kr skattleysismörk

Hann var með um 850.000 kr í laun þar í fyrra og var einnig að vinna á kaffihúsi þar sem hann nýtti stóran hluta persónuafsláttarins.
Þarf hann að borga skatta af þessum tekjum?
Þarf hann að borga í lífeyrissjóð? Sá einhvers staðar að maður ætti að borga 12% af laununum sínum í lífeyrissjóð.
Hvar er einfaldast að ná í þessar upplýsingar?
Með fyrirfram þökk.

Góðan daginn

Já, hann þarf að borga í skatt af þessum greiðslum. Ef hann reiknar sér endurgjald (laun) af þessum tekjum sem fara umfram 450.000 kr. á ári, þá þarf hann að skrá sig á staðgreiðsluskrá og skila staðgreiðslu af tekjunum mánaðarlega. Ef það sem hann reiknar sér í endurgjald (laun) af tekjunum nær ekki framangreindri fjárhæð á ári þá getur hann upplýst um tekjurnar í skattframtali næsta árs og greitt tekjuskatt og tryggingagjald af þeim í álagningu næsta árs.

Nánar um staðgreiðslu, reiknað endurgjald og launagreiðendaskrá á neðagreindum linkum:

https://www.rsk.is/atvinnurekstur/stadgreidsla-og-reiknad-endurgjald/reiknad-endurgjald/2018

https://www.rsk.is/atvinnurekstur/stadgreidsla-og-reiknad-endurgjald/stadgreidsla/2018

https://www.rsk.is/atvinnurekstur/ad-hefja-rekstur/launagreidendaskra/

 

Hann mun líka þurfa að greiða í lífeyrissjóð af þessum tekjum. Hann greiðir 4% eigið framlag og 10% mótframlag í lífeyrissjóð af tekjunum.

Ef hann vill líka greiða í séreignarsparnað af tekjunum munu framangreindar prósentur hækka því til samræmis.

Varðandi fyrirkomulagið á greiðslu í lífeyrissjóðinn bendi ég þér á að hafa samband við landssamband lífeyrissjóða, www.lifeyrismal.is

Ykkur er líka ávallt velkomið að hafa samband við þau hjá RSK í s. 442-1000, hér í tölvupósti á rsk@rsk.is eða í næstu afgreiðslu RSK til þess að fá upplýsingar/leiðbeiningarum þessi mál.

Bestu kveðjur og gangi ykkur vel


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar