Verkur í brjósti.

1707

hæhæ. ég er í smá vanda með vinsta brjóstið á mér. Þannig er mál með vexti að beint á bakvið nippluna á mér er aum kúla á stærð við vínber. Það er mjög vont að snerta það. Ég er búinn að vera með þetta í rúmt ár núna. þetta byrjaði með verk ef ég hélt fyrir brjóstið á mer og núna er þetta orðið mikið verra. Hvað getur þetta verið? Krabbamein?

Það er mjög ólíklegt að þetta sé krabbamein en það er samt sem áður mikilvægt að þú látir kíkja á þetta. Þetta gæti verið stíflaður kirtill og ef það er sárt að koma við eða hiti eða roði yfir þessu þá gæti þetta verið sýking í kitli. Það þarf að skoða þetta til að vera viss um hvað sé í gangi og hvort þú þurfir einvherja meðferð.

Þú getur pantað þér tíma hjá lækni á heilsugæslunni til að fá greiningu og ráðgjöf. Best er ef þú ræðir þetta heima og færð foreldra með þér til læknis en ef þú vilt þá mátt þú mátt panta sjálf tíma hjá lækninum. Það gæti líka verið möguleiki að fá ráð hjá hjúkrunarfræðingi í skólanum eða á heilsugæslunni.

Pantaðu þér tíma sem fyrst. Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar