Verkur í kóngnum

332

Hallo ég er 16 ára strákur og um daginn fékk ég svaka verk svona vinstra megin í kónginum beint eftur kynlíf. Núna eftir sirka 2 vikur er hann bara pííínu lítill ennþá bára þegar ég fikta við hann og toga forðinn upp og niður. En annars finn ég ekki fyrr þessu. Haldiði að þetta fari bara útaf þetta er að minka eða ætti ég að tjekka á þessu.

Það er erfitt að segja hvað hefur valdið þessu hjá þér. Ef að verkurinn er að lagast þá er alveg óhætt að sjá til og ef þú lagast alveg þá er það bara í fínu lagi en best að fara til læknis ef þetta gerist aftur. 
Þetta gæti hafa verið smá sár sem hefur komið og er að gróa, því getur fylgt smá bólga sem er vonandi að jafna sig.

Það er þó mikilvægt að fylgjast með merkjum um sýkingu, þannig að ef verkurinn fer ekki á nokkrum dögum þá verður þú að fara til læknis. Líka ef að verkurinn vernsar þá er mikilvægt að fara á læknavakt.
Annars getur þú pantað þér tíma hjá lækni á heilsugæslunni til að kíkja á þetta. En ef þetta lagast af sjálfu sér og kemur ekki aftur þá er engin ástæða til að hafa áhyggjur.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar