Verkur í vinstra brjósti, hvað getur þetta verið?

1150

Hæ ég er með rosalega sáran verk í vinstra brjóstinu við hliðina á Geirvörturnni og það er hnúðum undir og rosalega vont að snerta hann, Hvað gæti þetta verð? (Ég hef aldrei Stundað samfarir svo þetta er örugglega ekki ólétta) varla er þetta krabbamein ?

Fyrirgefðu hve sein við Tótal erum að svara þér.  Þetta eru ekki einkenni brjóstakrabbameins, mjög litlar líkur á því.  Líklegra er að þetta sé bólginn fituhnúður eða kirtill.  Ef hnúðurinn verður mjög rauður og/eða  þá er komin sýking sem læknir þarf að kíkja á.  Það er hægt að laga með sýklalyfjum eða þá að hnúðurinn er fjarlægður með lítilli aðgerð.    Ég vona að þessi einkenni séu farin hjá þér en annars skaltu kíkja til læknis eða hjúkruanrfræðings á heilsugæslunni þinni.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar