Verkur neðst í kviðnum

2557

Hæ, ég fæ mjög oft mikinn verk neðst í kviðinn og sérstaklega þegar ég er í þröngum buxum eða buxum með teygju efst sem þrengja að maganum. Ég verð mjög útblásin og stundum erfitt að sitja kyrr lengi. Ég er á pillunni og hef verið á henni frekar lengi en þessir verkir hafa líka verið frekar lengi. Gæti það verið útaf pillunni?

Það er ólíklegt að þetta sé vegna pillunar en ekki útilokað. Spurning hvort þetta tengist tíðarhringnum, hvort einkenni versni þegar nálgast blæðingar. Mögulegt er að svona einkenni tenigst blöðrum á eggjastokk eða legslímuflakki. Það er eitthvað sem kvensjúkdómalæknir getur greint.

Möguleiki er líka að þetta sé tengt meltingunni, hægðatregða eða loft í maga vegna mataræðis. Eru hægðir reglulegar. Hvað með að pissa? Eru einkenni við að pissa, vont að pissa eða oft að pissa. Það er auðvelt að fá rannsókn á því hvort þetta gæti verið blöðrubólga með því að tala við hjúkrunarfræðing á heilsugæslunni í þínu hverfi og fá að skila inn þvagprufu.

Endilega pantaðu þér hjá kvensjúkdókmalækni í skoðun. Þú gætir líka byrjað á því að fá símaviðtal við hjúkrunarfræðing á heilsugæslunni til að útiloka aðrar ástæður áður en þú ferð til læknisins.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar