hæhæ
ég er 16 ára stelpa úr Reykjavík og ég hef ALDREI verið með strák, ekki kysst, ekki sofið hjá eða átt kærasta.
næstum allar vinkonur mínar eru byrjaðar að drekka og löööngu byrjaðar að gera hluti með strákum og hafa nýlega verið að reyna koma mér með hvaða strák sem er svo ég geti verið eins og þær og mér líður svo illa yfir því hvað ég er reynslulaus þar sem crushið mitt er á 18 ári núna ( ég er fædd 99 og hann 98) og hann miklu reynslumeiri en ég ( hann er vinnufélagi minn)
hjálp?
Hæ
Þú skalt sko ekki hafa neinar áhyggjur af þessu. Það er ekkert meira kúl að vera byrjuð að drekka eða stunda kynlíf heldur en að bíða eftir rétta momentinu og leifa því að gerast þegar þú ert tilbúin. Ekki drífa þig í þessum málum. Þú átt bara eitt einasta fyrsta skipti, mundu það. Það er svo algjörlega eðlilegt að vera reynslulítil í kynlífi þegar þú ert bara 16 ára. Það eru sko alls ekki allir byrjaðir að drekka eða stunda kynlíf á þínu aldri. Ég skil pressuna þar sem þú segir að allar vinkonur þínar séu byrjaðar, en ekki láta undan pressu. Þú ert þú og velur það sem er rétt fyrir þig. Ekki gera eitthvað til að vera eins og einhver önnur eða til að falla inn í hópinn.
Þú segist skotin í strák sem er 18 og að hann hafi meiri reynslu en þú. Ef hann er skotinn í þér þá ætti það að vera vegna þess að þú ert eins og þú ert. …Ekki af því þú ert eins og vinkona þín…þá gæti hann alveg eins verið skotinn í henni, ekki satt? Þú skalt því bara vera stolt af því hver þú ert og þú munt fá reynslu með rétta gæjanum þegar þú ert tilbúin sjálf. Ekki bara með einhverjum til að ljúka því af að hafa prófað. Plís.
Farðu vel með þig.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?