Vinna Um Páska

  88

  Komið Sæl.
  Var að velta fyrir mér hvernig er það borgað á frídögum(Rauðum Dögum) eins og á skírdag og annan í páskum. Er þá borgað eftirvinna allan daginn á skírdag og annan í páskum eða er það bara eftir kl:18 eins og venjulega dögum.

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Skírdagur og annar í páskum flokkast sem almennir frídagar og greiðist eftirvinnukaup fyrir hvern unnin tíma, eins og um helgar.

  Föstudagurinn langi og Páskadagur eru svo rauðir daga og er þá greitt stórhátíðarkaup.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar