Vinnur fyrir 13 ára

  1286

  Ég er búin að vera leita að helgarvinnu eða vinnu sem ég get gert smá á virkum dögum eftir sumar. Ég veit að það eru einhverjar reglur um hversu mikið má vinna og eitthvað svoleiðis á mínum aldri en ég er ekki að finna neinar vinnur sem ég má vinna í. Ég kíkti á Morgunblaðið en núna þarftu að vera 15 ára til að komast þar inn. Getur þú komið með hugmyndir af hvar er hægt að vinna? 🙂

  Sæl og takk fyrir spurninguna.

  Það er því miður ekki mikið af vinnum í boði fyrir 13 ára, en þau munu verða fleiri eftir 2-3 ár, þegar þú verður 15-16 ára. Þú getur prófað að senda póst á staði sem eru að auglýsa eftir strafsmönnum og athugað hvort þú getur fengið vinnu, í versta falli færðu nei.

  Stundum þarftu ekki að leita langt til að fá auðvelda vinnu. Nánasta fjölskylda og vinir geta stundum reddað þér. Þú getur passað börn, slegið gras eða gert önnur hemilisverkefni og fengið smá pening fyrir það.

  Það eru reglur á Íslandi sem takmarka það hvað börn og ungmenni mega starfa við. Í þínu tilfelli þá mega allir 13-14 ára vinna létt störf í allt að 2 klst. á dag með skóla en 7 klst. á dag á sumrin, þegar þú ert ekki í skóla. Þú mátt hinsvegar bara vinna til kl. 20 á kvöldin.  Þú getur skoðað þetta betur með vinnutíma barna og ungmenna á vef VR.

   

  Bestu kveðjur,

  Ráðgjöf Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar