Vinnur

  52

  Góðan Daginn, ég er búinn að vera að vinna í Bónus í næstum 4.ár en ég er orðinn þreyttur á verslunarstjóranum því að ég fann mér aukavinnu til að fá smá tilbreytingu í lífinu mínu og mér finnst flestir vera á móti þeirri hugmynd en ég er að gera þetta fyrir mig, er ég að stefna í furðulega átt eða ætti maður að hafa aukavinnu

  Hæhæ og takk fyrir spurninguna

  Eins og þú segir þá ertu að gera þetta fyrir þig og það er það sem skiptir mestu máli. Það er gott að hafa aukavinnu til að safna tekjum svo lengi sem þú hefur gaman af henni og hefur tíma í það. Ef þú ert orðinn þreyttur á ákveðnum kringumstæðum þá er bara mjög eðlilegt að líta í kringum sig. Það er mikilvægt að hlusta á sjálf/a/t/an sig í þessum málefnum og hafa minni áhyggjur af því hvað öðrum finnst. Svo lengi sem þú ert ánæg/ð/t/ur. Gangi þér vel og ef það er eitthvað annað ekki hika við að spyrja.

   

  Kveðja

  Ráðgjöf Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar