Virka íslenskir lyfseðlar í danmörku?

675

Ég þar að fá getnaðarvarnar pilluna mína og ég er í lýðháskóla í danmörku eins og er. Ég las á einhverri danskri síðu að íslenskir lyfseðlar virka hérlendis. Er þetta satt eða þarf ég að bóka tíma hjá lækni hérna úti til að ávísa mér pilluna?

Hæhæ

Íslenskir lyfseðlar eiga að gilda í Danmörku en danskir læknar eru ekki með aðgang að íslensku rafrænu gáttinni. Þannig ef þú ert með lyfseðilinn útprentaðan frá lækni þá er það gott og gilt. Ef ekki geturu mögulega sýnt þeim lyfseðil inn á heilsuvera.is en ef það virkar ekki þarftu að fara til læknis í Danmörku og fá nýjan lyfseðil.

Gangi þér vel,

Ráðgjöf Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar