Vond lykt að neðan

2709

Góðan daginn.
Ég er 22 ára kona sem er að díla við vonda lykt að neðan. Ekki af völdum klamydíu þar sem ég er búin að fara tvisvar í tékk til að vera 100%
Ég var að velta fyrir mér hvort að þetta væri sveppasýking? Og ef svo er hvort að það sé í lagi að taka lyf við því án þess að heimsækja lækni þar sem það er mánaðar bið fyrir mig að komast til læknis í mínum landshluta og ég er ekki að meika að bíða það lengi, og er nokkuð viss um að þetta sé sýking þar sem ég hef verið með sama bólfélaga í u.þ.b ár. Þessi lykt kemur þegar ég stunda samfarir og hreyfingu.
Með bestu kveðju

Sveppasýkingu fylgir sjaldan vond lykt og því finnst mér það ólíkleg skýring nema ef það fylgir þessu kláði eða sviði.  Þá skaltu endilega prófa að taka meðferð við sveppasýkingu sem þú færð í apótekinu án lyfseðils (Pevaryl eða Canesten).  Þú passar upp á að bólfélaginn taki þá meðferð líka.

Ef það er ekki kláði, bara þessi lykt þá er líklegra að eitthvað ójafnvægi sé á bakteríuflórunni þinni.  Ef það er einhver séns á að túrtappi eða smokkur hafi gleymst inni  (já, það kemur fyrir hjá besta fólki) þá skaltu athuga það vel með því að þreifa eins langt inn og þú getur.   Það getur komið mjög vond lykt vegna þannig slysa.  Það fást annars hylki í apótekinu sem þú setur inn í leggöngin, eitt á dag í nokkra daga sem geta komið jafnvægi á flóruna þína.  Þau heita Vagifem eða  Vagibalance.  Það gæti vel verið til fleiri tegundir og því sniðugt að fá að ræða við lyfjafræðing í apótekinu og fá ráð. 

Það er best að þvo sér daglega bara með vatni og nota bómullarnærföt og bindi eða túrtappa sem innihalda sem minnst af gerfiefnum.  T.d. Natracare.

Allra öruggast er auðvitað að fara til kvensjkúkdómalæknis í skoðun og fá það á hreint hvað er að valda þessari óþægilegu lykt.  Og ef þú hefur reynt ráðin hér að ofan án árangurs þá hvet ég þig til að leita læknis til að fá greiningu og meðferð. 

Gangi þér vel. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar