Hvað er Janus endurhæfing?

Hjá Janusi endurhæfingu er boðið upp á læknisfræðilega starfs- og atvinnuendurhæfingu. Markmið starfseminnar er að aðstoða þá sem hafa verið án atvinnu til lengri tíma, við að hefja vinnu eða nám að nýju. Starfsemi Janusar er ólík annarri endurhæfingu að því leiti að mikil sérfræðiþjónusta er innan Janusar sem hefur náð góðum árangri með þátttakendur sem eiga við andleg eða líkamleg vandamál að stríða.

Hvað gerir Janus?

Janus aðstoðar fólk til að komast á vinnumarkaðinn og reynir að fyrirbyggja varanlega örorku. Hátt á fjórða tug sérfræðinga, kennara og aðstoðarfólks koma að starfi endurhæfingarinnar. Janus er í samvinnu við marga aðila. Má þar nefna:

Hvers vegna?

Fjöldi verkfæra eru nú þegar til í samfélaginu til þess að aðstoða einstaklinga í atvinnuendurhæfingu. Janus leitast til að sameina þessi verkfæri og nálgast endurhæfingu á heildrænan hátt. Lagt er upp með að hjálpa einstaklingnum með þarfir hans í fyrirrúmi, það eru ekki allir settir í sama kassa. Einstaklingurinn fær stuðning til þess að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Hvernig?

Janus endurhæfing býður upp á  fjórar brautir; Skólabraut, Heilsubraut, Iðjubraut og Vinnubraut. Hlutverk brautanna eru ólík sem og þær kröfur sem lagðar eru á þátttakendur. Hver þátttakandi fær tengilið sem aðstoðar hann í gegn um ferlið og því tekur endurhæfingin mið af stöðu og hæfileikum hvers og eins þátttakanda.

Hvernig hef ég samband?

Hægt er að kynna sér starfsemina á Janus.is en vert er að benda á að Janus er úrræði sem einstaklingum býðst í gegnum Virk starfsendurhæfingarsjóð. Ferlið hefst með því að hafa samband við Virk.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar