Hvað er Europass?

EUROPASS er evrópskt samstarfsnet þar sem eru  ýmis hjálpargögn vegna náms og starfs.  Sem dæmi má nefna Europass- ferilskrána sem hægt er að gera á 26 tungumálum og ýmis skírteini, samhæfð fyrir Evrópu, sem skipta fólk máli vegna menntunar- og starfshæfni.

Tilgangurinn er að…

bjóða upp á ýmis fylgiskjöl vegna náms og starfs á handhægu,  rafrænu formi sem auðvelda fólki að sækja um nám og starf, hérlendis eða erlendis.

Fyrir hvern er Europass?

Europass er fyrir alla, óháð aldri, sem vilja skjalfesta nám sitt og/eða reynslu í 32 þátttökulöndum innan Evrópu. Allir þeir sem fá styrk frá Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni til námsdvalar eiga rétt á því að fá Europass starfsmenntavegabréf.

Hafa samband við EUROPASS

RANNÍS, Borgartúni 30, 105 Rvk
Vefur: www.europass.is
Facebook: http://www.facebook.com/Europass.Island
Email: margret.sverrisdottir@rannis.is

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar