Það eru til ótal starfsstéttir í heiminum og það getur verið erfitt að velja hvað maður vill verða.  Sumir fást aðeins við eitt starfssvið út ævina, á meðan aðrir flakka á milli starfsstétta og takast á við mörg mismunandi verkefni.  Í greinaröðinni Hvernig verð ég […]? ætlum við að fara yfir leiðina að mismunandi störfum.  Hér beinum við sjónum okkar að sálfræðingum.

Hvað gerir sálfræðingur?

Sálfræðingar gegna ýmsum störfum í samfélaginu. Þeir þekkja mikið til andlegrar heilsu einstaklinga og reyna oft að nota þessa þekkingu sína í daglegu starfi. Verkefni sálfræðinga fer að mestu eftir starfsvettvangi þeirra. Þeir sem vinna á sálfræðistofum eru yfirleitt að hjálpa fólk að vera við góða andlega heilsu og að aðstoða það við ýmsa sálfræðilega kvilla eins og kvíða eða þunglyndi. Í starfsmannahaldi sjá sálfræðingar til þess að starfsmönnum fyrirtækis líði vel og að góður starfsandi sé á vinnustað. Viðskiptasálfræðingar sinna fyrirtækjum og félagasamtökum, veita ráðgjöf varðandi skilvirkni starfsmanna, samskipti og tengsl.  Auk sinna sálfræðingar rannsóknum til að skilja betur mannlega hegðun. Þetta er vissulega ekki tæmandi listi því að sálfræðingar finnast á mörgum stöðum í samfélaginu.

Hvernig veit ég hvort sálfræði sé eitthvað fyrir mig?

Hefurðu mikinn áhuga á andlegri heilsu, þroska, hugsunum eða hegðun manna? Finnst þér heillandi að læra um hvers konar sálfræðikvilla og hvernig má aðstoða fólk sem er með þá? Heillar vísindaleg aðferðafræði þig og telurðu að með réttri tækni sé hægt að færa rök fyrir og skilja hugsunarferli annarra? Þá gæti sálfræði hentað þér.

Hvar lærir maður að verða sálfræðingur?

Grunnnám

Þeir sem hafa áhuga á að læra sálfræði hefja námið á þriggja ára grunnnámi. Þeir skólar sem bjóða upp á grunnnám í sálfræði á Íslandi eru:

Mastersnám

MS-nám í sálfræði er tveggja ára framhaldsnám er veitir nemendum kost á að afla sér framhaldsmenntunar á einu sérsviði innan sálfræði. Þeir sem sækja um þetta nám þurfa að hafa lokið BS/BA-námi í sálfræði. Að jafnaði skal miða við að nemandi hafi fyrstu einkunn á BS- eða BA-prófi eða að nemandi hafi sýnt fram á námshæfni og/eða hæfni í sjálfstæðum rannsóknum.

Hægt er að leggja stund á mastersnám í sálfræði í , HA og HR.

Cand.psych

Cand. psych er tveggja ára framhaldsnám sem uppfyllir skilyrði íslenskra laga um rétt manna til að starfa sem sálfræðingar. Námið  er 120 einingar og er skipulagt í kjarna, sérhæfð námskeið, starfsþjálfun og rannsóknarritgerð. Lögð er meigináhersla á tvö svið hagnýtrar sálfræði sem eru klínísk sálfræði fullorðinna annars vegar og klínísk barnasálfræði og skólasálfræði hins vegar.
Að jafnaði eru aðeins teknir inn nemendur sem lokið hafa 180 eininga BA/BS prófi í sálfræði með fyrstu einkunn.

býður upp á cand.psych-nám á Íslandi.

MSc nám í klínískri sálfræði hjá HR er sambærilegt nám og Cand. psych. Eftir eins árs starfsþjálfun að loknu náminu er hægt að sækja um starfsleyfi sem sálfræðingur.

Doktorsnám

Nemendur sem lokið hafa meistaraprófi geta sótt um doktorsnám í sálfræði. Doktorsnámið er þriggja ára rannsóknanám þar sem nemendur vinna í samstarfi við einhvern af fastráðnum kennurum sálfræðideildar.

Hægt er að ljúka doktorsnámi í sálfræði við og HR.

Hvar mun ég svo starfa sem sálfræðingur?

Þekktast er að sálfræðingar starfi við stofurekstur en þar fær sálfræðingur fólk í tíma og ræðir við það um andlega heilsu. Oft er sálfræðingurinn með sérfræðiþekkingu í ákveðnum sálfræðikvillum. Þetta er þó langt frá því að vera það eina sem sálfræðingar gera. Þeir vinna til dæmis líka starfsmannahaldi fyrirtækja, hjá ríkisstofnunum, í háskólum, á sjúkrahúsum og margt fleira. Sálfræðingar starfa líka á geðdeildum, í skólum, í þjónustumiðstöðum, og á endurhæfingarstöðvum, svo sem Reykjalundi og Heilsuhælinu í Hveragerði.

Heimildir:

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar