Sjálfboðaliðastarf erlendis

0
2664

Hvað er sjálfboðaliðastarf ?

Sjálfboðastarf er ólaunuð vinna sem stendur fólki til boða um allan heim. Starfsfólki er útvegað húsaskjól, matur og fleira gegn vinnuframlagi sínu. Sjálfboðaliðasamtök eru sjaldnast rekin í hagnaðarskyni heldur vinna þau að verkefnum sem ætlað er að stuðla að almannaheill.

Hverjir geta farið í sjálfboðaliðastarf?

Fólk þarf yfirleitt að vera orðið 18 ára til að geta farið í sjálfboðastörf. Sjaldnast er gerð sérstök krafa um menntun eða starfsferil heldur er verið að leita að fólki sem vill leggja sitt af mörkum í þágu annarra. Til eru dæmi um sjálfboðaliðasamtök sem leita sérstaklega að menntuðu fólki í ákveðin störf, svo sem UN Volunteers. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi því úrvalið er mikið og fjölbreytt.

Hvernig störf eru í boði?

Sjálfboðastörf eru eins fjölbreytt og þau eru mörg. Sem dæmi um störf mætti nefna: kennslu, vinnu með börnum (t.d. á munaðarleysingjahælum eða í skólum), landbúnaðarstörf, uppbyggingu húsa, hjúkrun sjúklinga, umönnun dýra, störf tengd náttúruvernd og svo mætti lengi telja. Best er að hafa samband við sjálfboðaliðasamtök, kynna sér framboðið og finna þannig starf á sínu áhugasviði.

Kostar að fara sem sjálfboðaliði?

Í stuttu máli: Já. Það getur þó kostað mismikið að gerast sjálfboðaliði, allt frá rúmum 45.000 kr. og upp í 600.000 kr. Það veltur á eðli starfsins, landinu sem dvalið er í og lengd dvalarinnar. Algengt er að tveggja mánaða sjálfboðavinna kosti í kringum 300.000 kr. Þess má geta að Evrópa unga fólksins veitir styrki til sjálfboðaliða sem starfa í Evrópu. Hér má nálgast upplýsingar um styrki.

Til hvaða landa er hægt að fara í sjálfboðaliðastarf?

Það má auðveldlega komast í sjálfboðaliðastarf til allra heimsálfa, að undanskyldu Suðurskautslandinu.

Hvaða samtök á Íslandi bjóða upp á sjálfboðaliðastarf?

Þó nokkur samtök og fyrirtæki hér á landi bjóða upp á sjálfboðaliðastarf. Hér að neðan má sjá lista yfir þau:

 • Samtökin AUS bjóða upp á fjölbreytileg sjálfboðaliðastörf í sex heimsálfum. Samtökin eru alþjóðleg og ekki rekin í hagnaðarskyni.
 • AISEC samtökin eru stærstu alþjóðlegu stúdentareknu samtök í heiminum og bjóða upp á gríðarlega stórt tengslanet.
 • Veraldarvinir bjóða upp á sjálfboðaliðastörf í sex heimsálfum. Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni.
 • Skiptinemasamtökin AFS hafa einnig hjálpað fólki að komast í sjálfboðaliðastörf erlendis.
 • Nínukot býður upp á sjálfboðaliðastarf í Asíu, Ameríku og Afríku.
 • KILROY býður upp á fjölbreytt sjálfboðastörf tengd dýravernd og samfélagsþjónustu í Tælandi, Kambódíu, Víetnam, Laos, Indónesíu, Nepal, Indlandi, Sri Lanka, Kína, Argentínu, Brasilíu, Perú og Suður-Afríku.

Hvaða samtök erlendis bjóða upp á sjálfboðaliðastarf?

Fjölmörg sjálfboðaliðasamtök eru starfrækt erlendis. Hér má finna lista yfir nokkur þeirra helstu:

 • Evrópusambandið heldur úti síðu með upplýsingum um sjálfboðastörf í álfunni.
 • The Action Without Borders er gagnagrunnur yfir 50.000 samtök víðsvegar um heiminn.
 • Earthwatch býður upp á sjálfboðastörf tengd umhverfisvernd.
 • Global Volunteers bjóða upp á ýmis konar sjálfboðastörf í sex heimsálfum.
 • GoAbroad er upplýsingagátt með fjöldanum öllum af sjálfboðastörfum um allan heim.
 • I-to-I býður upp á sjálfboðastörf um allan heim. Ýmislegt er í boði, eins og enskukennsla, umönnun og landbúnaðarstörf.
 • Volunteer 4 Africa sérhæfir sig í sjálfboðastörfum í Afríku. Úrvalið er mikið og flestir ættu að geta fundið eitthvað sem hentar þeim. Skráning á síðuna kostar 5 bresk pund.
 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar