Hvernig á að finna vinnu Ég er með ferilskrá en ég sendi margar umsóknir en engin þeirra svaraði
Góðan dag og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans.
Það gæti verið gott að panta atvinnuráðgjöf í Hinu Húsinu og fá góð ráð, ráðgjöfin er frí og fyrir öll á aldrinum 16-25 ára. Hér er hægt að panta tíma í ráðgjöfina.
Hér er einnig að finna góð ráð fyrir atvinnuleitina!:)
Þá er vinnumálastofnun einnig búin að skrifa góða grein og er með góð ráð fyrir atvinnuleitinni, greinina má finna hér.
Gangi þér vel!
Kær kveðja,
Ráðgjafi Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?