Margir eiga mjög erfitt með að muna númeraraðir og gleyma sífellt PIN-númerinu sínu.  Hér eru nokkrar aðferðir sem hjálpa manni að leggja pinnið á minnið.

1.  Að nýta hugrenningatengsl

Ef þú ert svo heppinn að vera með PIN-númer sem er á bilinu 1800-2015 getur vel verið að þú getir munað pinnið sem ártal.  Til dæmis, ef að pinnið þitt er 1986 geturðu munað það með því að muna einfaldlega “Árið sem Ísland tók fyrst þátt í júróvisjón”.  Þú getur líka mögulega tengt tölurnar við afmælisdaga vina, t.d. fyrir 2419: 24 – eins og mánaðardagurinn sem vinkona mín á afmæli og 19 – eins og mánaðardagurinn sem pabbi minn á afmæli.  Þú getur notað ýmislegt til að tengja við eins og:

  • Dagsetningar
  • Ártöl
  • Húsnúmer
  • Símanúmer

2.  Stafaaðferðin

Gefðu hverjum tölustaf einn bókstaf:

1 – A
2 – B
3 – C
4 – D
5 – E
6 – F
7 – G
8 – H
9 – I
0 – J

 

Búðu svo til setningu úr númerinu þínu, t.d. 9471 = Inga Dansar Gífurlega Asnalega.  Það er örugglega mun auðveldara að muna það að Inga dansi gífurlega asnalega heldur en 9471.

3.  Myndræna aðferðin

Þú getur séð fyrir þér hvern tölustaf sem mynd.

0 = bolti
1 = töfrasproti
2 = svanur
3 = pungur
4 = seglbátur
5 = sæhestur
6 = sprengja
7 = kúbein
8 = stundarglas
9 = blaðra

 

Nú geturðu séð fyrir þér mynd þar sem númerin koma fyrir á myndrænu formi eða með því að búa til litla sögu í huganum.  Þannig geturðu til dæmis séð fyrir þér svan með risastóran pung, sem syndir inni í stundarglasi með blöðru bundna um hálsinn, fyrir töluna 2389.  Eða seglbát sem varpar sprengju á sæhest sem slær sprengjuna í burtu með kúbeini, fyrir töluna 4657.

Heimildir:

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar