Hvað er endurhæfingarlífeyrir?

Endurhæfingarlífeyrir er hugsaður fyrir þá sem detta út af vinnumarkaði vegna slysa eða langvarandi veikinda og þurfa á endurhæfingu að halda. Tryggingastofnun greiðir út endurhæfingarlífeyri, en læknir sækir um lífeyrinn fyrir sjúkling sinn.

Hverjir eiga rétt á endurhæfingarlífeyri?

Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára geta átt rétt á endurhæfingarlífeyri í allt að 18 mánuði. Skilyrði fyrir því að fá greiðslurnar eru að umsækjandi taki þátt í endurhæfingu sem miðar að því að ná aftur starfshæfni. Áður en viðkomandi þiggur endurhæfingarlífeyri þarf hann að hafa klárað launað veikindaleyfi hjá vinnuveitanda, eiga rétt til sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði stéttarfélags og hann skal ekki hafa rétt á atvinnuleysisbótum.

Á vef Tryggingastofnunar má nálgast reiknivél og frekari upplýsingar um endurhæfingarlífeyri.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar