Gjalddagi

Gjalddagi er sú dagsetning sem reikningur eða skuld er stíluð á. Það er, að á þessari tilteknu dagsetningu er æskilegt að greiða reikning eða skuld.

Eindagi er hinsvegar…

„síðasti séns“ til að greiða reikning. Ef ekki er búið að greiða reikning fyrir eindaga getur lánadrottinn framkvæmt ákveðnar aðgerðir til að þrýsta á greiðanda, s.s. með dráttarvöxtum eða innheimtukostnaði. Venjulega er eindagi 7-11 dögum eftir gjalddaga, en þetta getur þó verið mismunandi eftir aðstæðum.

Geta gjalddagi og eindagi verið sami dagur?

Já, undir ákveðnum kringumstæðum geta gjalddagi og eindagi verið sami dagurinn. Er það þá síðasti séns til að greiða reikingin áður en vextir byrja að leggjast ofan skuldina.

Er hægt að greiða fyrir gjalddaga?

Ekki er alltaf mögulegt að greiða skuld fyrir gjalddaga. Til dæmis eru ákveðin lán þar sem skuldari þarf að greiða gjald ef borga á reikning fyrir gjalddaga (er þá oftast verið að tala um greiðslu inn á höfuðstól). Ef óskað er eftir því að greiða fyrir gjalddaga er best að hafa samband við kröfuhafa (sá sem mun fá greitt) eða banka.

Hvenær er hagkvæmast að greiða kröfu?

Ef óvíst er hvort að hægt sé að greiða kröfuna þá skal borga um leið og nægur peningur er til, hvort sem það er fyrir eða eftir eindaga. Eftir því sem fjær líður frá eindaga þeim mun hærri verður skuldin. Ef peningar eru ekki vandamál, næg innstæða er til staðar og séð fram á að svo verði líka á eindaga er hagkvæmast að greiða reikning á eindaga. Innistæða bankareiknings fær vexti í þá daga sem er á milli eindaga og gjalddaga (í flestum tilfellum er þetta mjög lítil upphæð). Flestir heimabankar á Íslandi eru með valmöguleika þar sem hægt er að greiða kröfu á eindaga.

Hversu löngu eftir eindaga verður skuldin að „vandamáli“?

Ef reikningur er ekki greiddur verður hann að lokum sendur til lögfræðings. Mjög mismunandi er hvenær þetta á sér stað og er það tengt bæði stöðu skuldara og/eða mati kröfuhafa. Ef vandamál er við að greiða reikning er alltaf best að hafa samband við kröfuhafa og fá að vita hvort einhver úrræði eru til staðar fyrir skuldara.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar