Hver er munurinn á debetkorti og kreditkorti?

Debetkort eru beintengd við bankareikninga: því lækkar hver færsla á kortinu upphæðina á bankareikningnum. Kreditkort eru hinsvegar ekki tengd við neina reikninga, heldur safnast færslurnar upp í skuld og skuldin er svo greidd um næstu mánaðarmót. Með því að nota debetkort er fólk að eyða peningum sem það á, en með því að nota kreditkort er fólk að eyða peningum sem það fær að láni. Þó eru til dæmi þess að fólk leggi peninga inn á kreditkortin eða fái sér fyrirframgreidd kreditkort.

Hvað kostar að hafa debetkort?

Ákveðin kostnaður fylgir að hafa debetkort. Yfirleitt eru borguð föst ársgjöld, algengt verð er á bilinu 500 til 1000 krónur. Auk þess eru greidd gjöld fyrir hverja færslu sem gerð er á kortinu, algengt verð eru 10 til 15 krónur. Yfirleitt kostar þó ekkert að taka pening út úr hraðbanka með debetkorti.

Hvað kostar að hafa kreditkort?

Föst ársgjöld eru greidd fyrir kreditkort, en þau eru mishá eftir kortum og bönkum. Engin færslugjöld eru greidd en þau eru innifalin í ársgjaldi. Ef seinka þarf mánaðarlegri greiðslu á kreditkorti leggjast vextir á upphæðina, en algengir vextir eru á bilinu 10% til 12%. Auk þess geta lagst á önnur gjöld en ársgjöld, s.s. innheimtugjöld og ef tekið er út úr hraðbanka.

Gott er að hafa í huga að . . .

  • Einu sinni var einungis hægt að nota kreditkort í vefverslunum, en nú er yfirleitt hægt að greiða með bæði kredit- og debitkortum.
  • Ákveðin fríðindi geta fylgt viðskiptum með kreditkorti, t.d. uppsöfnun ferðapunkta og aukakróna.
  • Ákveðnar tryggingar fylgja oft ársgjöldum kreditkorta, s.s. ferða- og farangurstryggingar. Best er að kynna sér slíkt hjá sínum viðskiptabanka.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar