Psoriasis er langvinnur bólgusjúkdómur í húð sem getur brotist fram hvenær sem er ævinnar. Eitt aðaleinkenni sjúkdómsins er hröð frumuskipting í húðútbrotunum. Mismunandi er hve oft fólk fær útbrot. Sumir fá meira og minna stöðug einkenni á meðan aðrir fá e.t.v. einkenni á margra ára fresti.
Hvernig lítur Psoriasis út ?
Útbortin geta birst á margan hátt. Oftast er um að ræða skellur (upphleytur flekkur), þær eru rauðar, örlítið upphleyptar og oft þaktar hvítu hreystri.
Er hægt að meðhöndla psoriasis?
Já það er hægt, meðhöndlun á psoriasis hafa verið miklar á undanförnum árum. Það er þó ekki hægt að lækna sjúkdóminn varanlega, heldur eingöngu að bæla einkennin.
Nánar um psoriasis
- Húðlæknastöðin
- Spoex
- Mynd fengin af Galderma
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?