Við hjá Áttavitanum höfum tekið saman töflu yfir nokkrar grænmetistegundir og geymslutíma þeirra.  Það á að geyma grænmetið í ísskápnum nema annað sé tekið fram:

Myndin sýnir mismunandi geymslutíma grænmetis

Athugið að þessi geymslutími er aðallega til viðmiðunar og yfirsýn í innkaupum.  Grænmetið í flokkinum „2 vikur eða meira“ getur jafnvel geymst mánuðum saman undir réttum kringumstæðum.  Ef að grænmetið er ekki orðið óeðlilegt á litinn, lyktar illa, er slímugt eða myglað er almennt í lagi að borða það.

Góð ráð við geymslu grænmetis:

Ekki geyma kartöflur og lauk saman

Kartöflur og laukur mynda gös sem virka þannig á hvort annað að þau þroskast hraðar (og skemmast þar af leiðandi fyrr).  Kartöflur þarf heldur ekki endilega að geyma í ísskáp, en geymslustaður þeirra verður þó að vera dimmur og kaldur.

Ekki geyma ávexti og grænmeti saman

Margir ávextir gefa frá sér etýlen sem flýtir fyrir þroskun grænmetisins sem það liggur upp við.  Þess vegna er einmitt talað um skemmda eplið, sem smitar frá sér.

Settu matinn sem skemmist hraðast fremst

Ef að maturinn sem skemmist fyrst er fremst í ísskápnum tekurðu betur eftir honum og notar hann fyrr.  Þannig kemstu frekar hjá matarsóun.

Að þvo eða ekki að þvo

Það má þvo laufgrænmeti áður en maður setur það í kæli, en kryddjurtir og sveppi má bara þvo rétt áður en maður eldar úr grænmetinu.

Að geyma vorlauk og ferskar kryddjurtir

Settu vorlaukinn í krukku með smá vatni og svo plastpoka yfir.  Þú getur líka geymt kryddjurtir svona, en þá skaltu vefja stilkunum í blautan eldhúspappír, í stað þess að fylla krukkuna með vatni.

Heimildir:

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar