Reykskynjarar eiga að vera á öllum heimilum enda geta þeir, og hafa, bjargað mannslífum.   Til þess að þeir geti bjargað mannslífum þurfa þeir að vera rétt staðsettir, vera af réttri gerð og svo þarf rafhlaðan í þeim að vera mjög góð.

Hvar eiga reykskynjarar að vera staðsettir?

Reykskynjarar eiga að vera í öllum svefnherbergjum hússins og á hverri hæð, sé húsið á mörgum hæðum. Þeir eiga ekki að vera staðsettir nær vegg en því sem nemur 50 sm. Svo eiga reykskynjarar ekki að vera í eða of nálægt eldhúsi.

Optískir og jónískir reykskynjarar

Tvær tegundir reykskynjara eru til: optískir og jónískir. Jóníski skynjarinn skynjar vel reyk með stórum ögnum, til að mynda opinn eld en hann skynjar síður upphaf bruna sem optíski skynjarinn nemur betur. Því er æskilegt að hafa báðar gerðir reykskynjara á heimilinu. Optískir skynjarar eiga að vera nálægt rafmagnstöflum og á göngum eða opnum svæðum.

Þess ber að geta að reykskynjarar endast í 10 ár og mikilvægt er að athuga framleiðsludag eða ár þegar reykskynjari er keyptur.

 

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar