Það eru ýmsir þættir sem þarf að hafa hugfast þegar skurðarbretti er valið. Mikilvægt er að huga vel að valinu. Hvað á það að vera stórt? Hvernig efni viltu? Hvað ertu almennt að skera á skurðarbrettinu?
Kostir og gallar við ólík skurðarbretti
Efnið sem hægt er að fá í skurðarbetti er nánast óteljandi. Ef við höldum okkur við það helsta má til dæmis nefna plast, við, bambus, marmara og gler. Hér að neðan verður farið snögglega yfir þessar ólíku týpur.
- Plastið er helst þekkt fyrir að vera ódýrasti valkosturinn. Það er hægt að setja plastbretti í uppþvottavélina og þau þarfnast ekki sérstaks viðhalds. Ókosturinn er sá að þau endast yfirleitt stutt.
- Viður er einnig vinsæll valkostur. Þó að margir þekki slík bretti sem brauðbretti eru þau góð fyrir margt annað. Viðurinn endist lengi og skurðir í brettinu eiga það til að lagast að sjálfu sér. Gallinn er sá að viðhaldið á slíkum brettum getur verið tímafrekt miðað við plastið.
- Bambus er val margra umhverfissinna því að hann er sjálfbær og vex hratt. Slík bretti endast lengi líkt og viðurinn en eru talsvert léttari. Viðhaldið á þeim er ekki jafn tímafrekt en þó þarf að hafa meira fyrir því en plastinu. Rétt er að benda á að bambus er hart efni og getur farið illa með hnífa.
- Marmari er með dýrari skurðarbrettum en mörgum finnst hann taka sig vel út í eldhúsinu. Marmarinn endist lengi, það er auðvelt að þrífa hann og það er afar erfitt að koma á hann rispum. Gallinn er sá að brettið fer ekki sérlega vel með hnífa.
- Gler er einnig valkostur fyrir skurðarbretti. Það er auðvelt að þrífa það og það er erfitt að rispa það. Gallinn er sá að það getur verið sleipt að skera á gleri sem eykur þá líkurnar á því að slys verði. Einnig er talsvert auðveldara að eyðileggja slík bretti en önnur.
Ath! listinn að ofan er alls ekki tæmandi.
Þegar allt kemur til alls er það á endanum þín ákvörðun hvernig skurðarbretti þú vilt í eldhúsið. Hugleiddu hvað þér þykir mikilvægast; ending, útlit, virkni, viðhald eða umhverfisþættir. Nánari upplýsingar um skurðarbretti má nálgast víðsvegar á netinu.
Heimildir:
Wikihow – How to Choose a Cutting Board
TheKitchn – What is the Best Kind of Cutting Board: Plastic, Wood, or Bamboo?
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?