Hvað þarf í íbúðina?

Fólk þarf misjafnlega mikið af dóti til að vel fari um það. Sumum finnst algjört „möst“ að hafa ákveðna hluti sem aðrir kunna vart að nota. Hér að neðan má finna lista með hugmyndum, að sjálfsögðu ekki tæmandi, en hann gefur góða hugmynd um hvað gæti vantað þegar fólk flytur fyrst að heiman.

Eldhús:

  • Eldavél og ísskáp.
  • Eldhúsborð og stóla.
  • Loftljós.
  • Diska, glös, bolla og hnífapör.
  • Ruslatunnu.
  • Kaffivél.
  • Hraðsuðuketill.
  • Potta og pönnur.
  • Eldhúsáhöld, s.s. skurðarbretti, sleifar, ausur, hnífa, dósaupptakara, spaða, handþeytarar o.m.fl.
  • Skálar, plastdalla, box og eldföst mót.
  • Brauðrist.
  • Borðtuskur og viskastykki.

Svefnherbergi:

  • Rúm, sæng og kodda.
  • Náttborð og lampa.
  • Hirslur fyrir föt.
  • Vekjaraklukku.
  • Spegil.
  • Loftljós.
  • Skrifborð og stól.

Stofa:

  • Sófa og sófaborð.
  • Sjónvarp og sjónvarpsborð.
  • Lampa og loftljós.
  • Púða og teppi.
  • Einhvers konar hirslur, s.s. hillu eða skenk.

Baðherbergi:

  • Handklæði og þvottapoka.
  • Klósettbursta.
  • Snyrtidót og tannbursta.
  • Hirslur fyrir óhreint tau.

Anddyri:

  • Hengi eða skápa fyrir yfirhafnir
  • Skórekka.
  • Útidyramottu.
  • Skóhorn.

Ræstingarbúnaður:

  • Skúringarfötu.
  • Skúringarmoppu.
  • Ryksugu.
  • Afþurrkunarklúta.

….svo bætir það andrúmsloftið og stemninguna til muna að hafa nokkrar plöntur.

Hvert er hægt að leita?

Geymslur foreldra og fjölskyldumeðlima geta verið óþrjótandi uppspretta notaðra hluta í góðu ástandi. Því er um að gera að láta fólkið í kringum sig vita hvaða hluti mann vantar. Í verslunum sem selja notaða vöru, eins og í Kolaportinu og Góða hirðinum, má oft finna eigulega og vel með farna hluti á góðu verði. Eins getur verið sniðugt að fara inn á spjallþræði á borð við Blands.is en þar koma reglulega inn auglýsingar um gefins húsgögn og innbú til sölu.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar