Umhverfismál hafa fengið mikið vægi í samfélagsumræðunni upp á síðskastið. Því er ekki nema von að fólk sé farið að líta í eigin barm og spá í því; hvað við sem einstaklingar getum gert til þess að vera umhverfisvænni.
Kolefnisspor vöru og þjónustu segja okkur hversu mikill útblástur gróðurhúsalofttegunda fylgir framleiðslu og notkun þeirra. Kolefnisspor einstaklinga segir okkur hvað við mengum mikið. Það er þó ekki sérlega auðvelt að reikna það út sjálfur. Þrátt fyrir það er mikilvægt að við nýtum okkur þær upplýsingar sem við höfum nú þegar.
Reynum að taka upplýstar og skynsamar ákvarðanir.
Afhverju ætti ég að vilja verða umhverfisvænni?
Til þess að allir jarðarbúar geti lifað góðu lífi, þá er mikilvægt að við höfum öll aðgang að hreinu lofti, vatni og mat. Við eigum einnig rétt á að njóta grundvallarréttinda, mannréttinda.
Þetta er þó ekki alveg sjálfsagður hlutur, við þurfum alltaf að standa vörð um réttindin okkar og jörðina sjálfa. Gjörðir okkar hafa áhrif á umhverfið og því þurfum við að gæta þess að valda ekki skaða.
VIÐ EIGUM EINUNGIS EITT LÍF OG EINA JÖRÐ.
Lífsstíllinn
Mínímalískur lífstíll og ruslfrír lífstíll hafa rutt sér rúms í samfélagsumræðunni. Það að vera mínímalísti felur í sér að eiga einungis það sem maður raunverulega þarf og það sem veitir manni ánægju.
Ruslfrír lífstíll snýst um að endurnýta allt eins og völ er á; og skapa eins lítið rusl og hægt er. Með það í huga má breyta verslunarmynstri sínu. Kaupa þá minna af drasli og huga að því hve lengi hlutirnir endast. Jafnvel kaupa endingargóða hluti, sé það í boði.
Þegar kemur að því að gefa gjafir; lenda margir í vandræðum, því mörg okkar í vestræna heiminum; eigum nánast allt sem við þurfum að eiga. Þá er gott að hafa hugmyndir um það hvað er hægt að gefa þeim sem eiga allt. Hér er listi yfir slíka hluti.
Heimilið
Þegar spáð er í framlagi einstaklingsins til loftlagsmála eru ansi margar úrlausnir sem tengjast heimilinu. Lífstíllinn segir sjálfur óhjákvæmilega mikið til um það hvernig heimili er haldið, en hér eru enn fleiri ábendingar sem tengjast því!
Plast
Plast eyðist upp á mjög löngum tíma. Í daglegu lífi flestra er plast út um allt. Matvörur koma í plasti, við tökum plastpoka utan um grænmetið í búðinni, við kaupum okkur drykki í plastflöskum eða kaffi í pappaglasi með plastloki. Plastrusl á það til að safnast upp bæði á landi og í sjó í miklu magni. Hér eru nokkur góð ráð til þess að minnka notkun plasts.
Ruslatunnan
Flokkar þú heima fyrir? Þó að það sé best fyrir náttúruna að neyta minna og jafnvel sem minnst; þá er næst besti kosturinn líklega að flokka. Í greininni okkar um flokkun tökum við á stærstu vafamálunum, t.d. um það hvernig á að flokka spólur, geisladiska, maskara og fleira.
Eldhúsið
Sumir verða grænkerar af umhverfisástæðum en framleiðsla, flutningur, slátrun og vinnsla á kjötvörum orsakar mikinn útblástur gróðurhúsalofttegunda.
Um þriðjungi af framleiddum mat er sóað í heiminum. Matarsóun þýðir að matur fer til spillis og við sóum bæði fjármunum og auðlindum jarðar. Hér má finna allskyns ráð um það hvernig hægt er að minnka matarsóun.
Börnin
Það er sannarlega hægt að gera ýmilegt til þess að ala upp barn á umhverfisvænan hátt. Eitt af því sem hægt er að gera er að nota taubleyjur; það er bæði umhverfisvænna og hagkvæmara. Allt um það hér.
Innkaupin
Oft er erfitt að átta sig á því hvað er umhverfisvænt og hvað ekki. Það getur verið full vinna að afla sér slíkar upplýsingar en til eru ýmis tól sem aðstoða okkur við valið. Alþjóðlegar, evrópskar og íslenskar merkingar sem votta fyrir ákveðna umhverfisþætti. Nánar um merkingarnar hér.
Er lífrænt grænmeti hollara en annað grænmeti?
Samgöngur
Hefuru kynnt þér hvaða samgöngur menga mest? Samgöngur eru ein af aðaluppsprettum losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en rúmlega 20% af útstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á landi er vegna samgangna. Hér má finna upplýsingar um umhverfisvænar samgöngur.
Hvað er besti ferðamátinn í þéttbýli?
Hagsmunagæsla
Langar þig að standa vörð um umhverfið? Hefur þú áhuga á að láta gott af þér leiða? Viltu taka þátt í að breyta heiminum til hins betra? Hefuru kynnt þér vettvang Ungra umhverfissinna? Skógræktarfélag Íslands? Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðann um sjálfbæra þróun?
Aktívistar eru fólk sem vill hafa áhrif á heiminn og grípur því til aðgerða. Þessar aðgerðir geta verið margar og mismunandi, t.d. að skrifa greinar, kommenta á netinu, mæta á mótmæli, tala við skólafélaga, taka þátt í starfi félagasamtaka og margt fleira. Aktívismi er af öllum stærðum og gerðum en í grunninn eru aktívistar einfaldlega fólk sem vill láta gott af sér leiða og ræðir hreinskilnislega um afstöðu sína til að vekja aðra til umhugsunar.
Viltu verða aktívisti? Allt um það hér!
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?